Upplýsingatækni er óstaðbundin

Hvernig væri að sjá viðbrögð við aflabresti með loforði um frekari uppbyggingu upplýsingatækniiðnaðarins með byggðaþróun í huga?

Með ljósleiðaralögn hringinn í kring um landið er ekki mikið atriði hvar starfsfólk er staðsett svo framarlega sem það munstrar núll og einn rétt.  Bloggfærslan mín verður flutt um vefinn sem núll og einn og síðan verður það verk upplýsingatækninnar að birta það rétt á tölvuskjám á Kópaskeri, á Bíldudal, Kúala Lúmpur og Alþjóðlegu Geimstöðinni.

Hvar vinnan fer fram skiptir engu máli. 


mbl.is Ingibjörg: „Verðum að sammælast þvert á alla pólitík"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Góður punktur. Eins er mikilvægt að hrinda í framkvæmd "störf án staðsetningar" tillögunni sem Samfylkingin fékk samþykkta í vor og gengur út á að skilgreina þau störf hjá ríkinu sem má vinna óháð staðsetningu og bjóða þau öllum landsmönnum jafnt.

Dofri Hermannsson, 4.6.2007 kl. 08:38

2 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Þetta þarf að vera víðtækara en svo að færa til einhver opinber störf.  Það þarf að gera landsbyggðina vænlegan valkost fyrir einkafyrirtæki, annars er ekkert gagn að þessu.

Árni Steingrímur Sigurðsson, 4.6.2007 kl. 08:46

3 Smámynd: Púkinn

Vandamálið er bara það að fyrir upplýsingatæknifyrirtæki (a.m.k. þau sem byggja á útflutningi) er Ísland ekki góður kostur, enda eru þau ýmist að hrekjast úr landi, eða færa stærri og stærri hluta starfsemi sinnar héðan.

Hér kemur margt til, skortur á fólki og ofurkrónan þó einna helst.  Púkinn er ekki bjartsýnn á framtíðina hvað þetta varðar.

Púkinn, 4.6.2007 kl. 09:08

4 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Ekki galdrakallinn heldur.  Það á samt ekki að halda okkur frá því að ræða málin og gera það sem við getum til að sveigja umræðuna á rétta braut.

Árni Steingrímur Sigurðsson, 4.6.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband