Færsluflokkur: Spil og leikir

2.3 - Zul Aman

Svekkelsi í morgun.  Plásturdagur byrjar venjulega hjá mér á því að opna WoW og uppfæra.  Ekki í dag.  Opna WoW, logga inn, engin realm opin (well duh).  Venjulega á þeim tímapunkti kæmi "Downloading Update", síðan endurræsir forritið sig og bætir plástrinum við.

 Tense dagur framundan.


Noobs

Var á burðardýri með troðfulla pokana.  Ekki nema 37 staflar af Runecloth sem ég hafði ekkert að gera við (ásamt öðru drasli). Ætti að vera auðvelt að ger /2 WTS Runecloth 1g per stack, pickup in SW only.

Jújú, velnokk kom hvísl frá einum.  Eitthvað þjark um CoD sem endaði með því að viðkomandi nennti því að koma frá Shat til SW. Anyways.  Eftir að vera loksins kominn og vinnan við að senda 6 stafla í einu yfir til hans þá lendir hann í vandræðum með pláss eftir annað skiptið og þarf að senda á SITT burðardýr þá kom gullmoli dagsins:

"How can you have so much bagspace?"

Ógövöð hvað ég fíla það að rekast á svona nublet af og til LoL


Karazhan hópar

Epic er með tvo hópa í Karazhan þessa vikuna.  Við urðum fyrir því óláni að hleypa inn spilara sem klauf sig síðan frá og tók sitt fólk með.  Við vorum því neydd til að skera við nögl áætlanir um 3 hópa.  Það hefur þurft 3-4 heimsóknir í Karazhan upp á 3-4 tíma hver til að hreinsa út bælið þannig að góða skipulagshæflika og mannauðsstjórnun þarf til að velja saman hópa.  Að jafnaði þá nægir 15 manna hópur til að hreinsa út þó eingöngu komist 10 að í einu.  Hópurinn sem ég hef leitt er þróunarhópurinn, það er, sá hópur sem ekki hefur náð að fella alla óvætti bælisins.

Þessa vikuna var ákveðið í stað þess að hafa reglubundna háttinn á að nýta það að vera svolítið undirmannaðir og gera tvo hópa sem næðu að hreinsa.  Það hefur gengið vel í mínum hóp en hópurinn sem samanstóð af reyndari spilurum lét okkur nokkra í té.  Þeim hóp gekk hins vegar erfiðlega að ná niður Aran og Prince og þurftu að gefast upp eftir heilt árangurslaust kvöld.

Nú vantaði ekkert upp á hæfileikafólkið þar megin.  Þarf að komast að því hvað var að klikka hjá þeim og læra af því. 

PS: Nú þurfum við að fara að drífa í að fá okkur almennilega heimasíðu, eitthvað sem hnýtir saman vefkerfin og getur verið almennilegt andlit út á við. 


... og er enn ekki fallinn ...

Þessi síðasti plástur sem settur var á WoW fór frekar illa með leikinn.  Epic reyndi við Gruul í gærkvöldi og gekk illa.  Sumir voru að missa tengingu við og við og skipti ekki máli hvort viðbætur væru gerðar óvirkar, spilarar endurræstu vélar sínar og könnuðu sérstaklega hvort beinir væri í lagi.

Verst var tilraunin þar sem Gruul var kominn niður fyrir 1% þegar Tank lét lífið og Gruul byrjaði að rífa hópmeðlimi í sig í einu skoti hvern.  Hann var á einu prósenti í um 15 sekúndur, ónákvæm mæling sagði 4947 hp eftir.  Það jafngildir einum stórskaða (komdu með betri þýðingu á crit, I dare ya) galdri eða tveimur  venjulegum.  Þar sem hópurinn samanstóð af 14 skaðvöldum yfir 8 mínútna bardage, skjótandi galdri á 2-3 sekúndna fresti þá sést hvað þetta var ótrúlega tæpur ósigur.

Annar plástur í kvöld, vonandi leiðréttir hann þetta glundur sem við fengum síðast. 


Gruul lifir enn - um sinn ....

Þetta var eitthvað svo ofurviðsnúið í gær.  Maulgar féll í fyrstu tilraun en síðan var barist langt fram eftir kvöldi við mun auðveldari andstæðing án árangurs.

Margir voru í vandræðum með internetið hjá sér, svo sem við því að búast í 25 manna hópi.  Sumir voru líka ekki með hlutverkið sitt á tæru og gerðu bommertur.  Ég var á lífi alltaf þegar kallað var eftir endurræsingu þannig að ég stóð MÍNA pligt .....


Hið besta mál

Fólk sem brýtur jafn bindandi samning og gistibókun er eins seint og í þessu tilfelli var gert á ekki að geta gert það refsilaust.


mbl.is Fallast á sáttagreiðslu vegna afboðunar klámráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlaði - Ætluðu - óboj

Meinti glæpamaðurinn, meinti verknaðurinn, ætlaða vatnið, ég ætla að vona það að hægt verði að spyrna við þessari þróun á íslensku réttarfari.  Síðan Briggs slapp á tækniatriði hef ég dregið sýknudóma oftar í efa.  Þar liggur hundurinn grafinn.  Ég heyrði af bandarískum lögfræðingi í heimsókn hjá íslenskum lögspekingi.  Sá íslenski útskýrði hvernig réttarfarið væri á Íslandi (rúm 10 ár síðan) og sagði svo: "Interesting.  So the judge, the prosecutioner and the defence sit down and actually try to discover the TRUTH?  That would never happen in the adversarial system."

Höfnum súfismanum.  Tölum hreint út.  Maðurinn var með fíkniefni.

Svo er allt annað mál hvort fíkniefnin sem hann hafði undir höndum ættu að vera refsiverð.  Þar aðhyllist ég þá skoðun að Bannárin hafi reynt að segja okkur eitthvað. 


mbl.is Grunaður fíkniefnasali handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átök kvöldsins

Ég bið fyrirfram afsökunar á að nota íslensk heiti yfir leikjahugtök. Þetta kemur til með að hljóma kjánalega á hvorn vegin sem er til að byrja með.

Átök kvöldsins er Gruul the Dragonkiller. Epic náði að fella hann í síðustu viku og á að endurtaka leikinn í kvöld. Reyndar er Gruul ekki svo skelfilega erfiður, það er High King Maulgar sem hefur staðið í fólki. Ég er Tank á Krosh Firehand, í þeirri einkennilegu aðstöðu að þurfa að grípa og halda óvini í stað venjubundins verkefnis að lauma inn skotum án þess að vekja sérstaka eftirtekt óvinarins. Aðalástæður þessa umsnúna hlutverks er að Krosh skýtur óvenjulega öflugum eldkúlum og ekki hægt að verjast með öðru en að stela skildi hans þegar hann reisir hann í miðjum bardaganum. Eina tegund spilara sem getur þetta yfirleitt er Mage. Það er svolítið sérstætt að hafa einn lækni og annan til vara, venjulega má mage þakka fyrir að þurfa ekki að nota sárabindi og flöskur til lækninga.


Hér er bara einn hlekkur við hæfi

Lýsing á Bush
mbl.is Umhverfisverndarsamtök segja hugmyndir Bush hlálegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnt til BNA

Málefni fjármála flokkanna virðist ætla að stefna í ameríska farveginn.  Þar á bæ snýst allt um það að afla fjármagns til auglýsinga þannig að hægt sé að selja almenningi hugmyndir stjórnmálaskoðana frambjóðandans. Ég las alveg skelfilegan útdrátt úr bók Al Gore, The Assault on Reason, skelfilegan að því leytinu að þar endurspeglaðist að Súfisminn er að sigra í heiminum í dag. Fólk hugsar ekki og lætur sjónvarpið um að fóðra sig á hvað það eigi að borða, klæðast, gera, hugsa. Ég býst við því að MMORP spilarar séu líflegri heldur en aðrir í nútímaþjóðfélagi. Þeir eru hið minnsta að taka virkan þátt í skemmtun sinni. Flestir aðrir eru að láta imbann fóðra sig 4 tíma á dag.


mbl.is Hverjir auglýstu mest?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband