Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Orkutilfærsla

Það er hressandi tilbreyting að sjá talað um vetni sem orkubera.  Alltof mikið bar á því hér eftir árið 2000 að talað væri um vetni sem lausn á orkuvandamáli heimsins.  Þetta var mikil misskilningur því ekki var verið að tala um að vetnisnámur væru einhversstaðar og þannig væri vetnið lausnin.  Nei, lausnin hvað vetnið varðar er að vetnið er hægt að nýta til að knýja brunaaflsvélar og í seinni tíð er líka hægt að nota vetni til að geyma rafmagn sem efnarafhlaða.

Enn er ekki leyst hvar við fáum orkuna þó að margt sé verið að prófa sem lofar góðu.  Kjarnasamruni hefur fræðilega möguleikann á að leysa málið.  Kjarnorkuver gætu leyst vandann.  Fjórðu kynslóðar ofnar eru víst minna mengandi og nýta enn betur eldsneytið en fyrr. 


mbl.is Þorsteini Inga afhent Alheimsorkuverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nytlaust með öllu

Skv. BBC þá var nýtingin 40% af sendri orku.

Move along.  Move along.  Nothing to see here.

LAGFÆRT:

Mín gagnrýni snýst helst að Morgunblaðinu.  Af fyrirsögn og umfjöllun má halda að hér sé á ferð eitthvað sem er tilbúið til framleiðslu meðan sannleikurinn er sá að eingöngu er um hugmyndir í þróun (enska:proof of concept) 


mbl.is Þráðlaust rafmagn er staðreynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband