Sigurður Einarsson, þingmeirihluti þjóðarinnar?

Ég held að hann ætti bara að reka sinn banka.  Í öðru landi ef honum svo sýnist.

 Meðan hann er á Íslandi með sinn banka, þá gilda þar ákveðnar reglur.  Lög um hinn íslenska gjaldmiðil eru nefnilega sett af Alþingi, ekki bankastjóra KB Banka.

Áttar hann sig ekki á því að hann stæði frammi fyrir annarri mynd af sama vandamáli ef hann væri í öðru myntkerfi? 


mbl.is Nýr gjaldmiðill innan 3 ára?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þeir sem ráða lánastarfsemi á Íslandi (og matvörumarkaði) stjórna í raun landinu, hvað svo sem einhverju gervilýðræði og stjórnmálamönnum sem eru seldir með fótósjopp og auglýsingum í mogganum líður.

Baldur Fjölnisson, 11.3.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Þetta passar alveg við þá stefnu ISG að evró-væða Ísland.  Blessunarlega er hún ein um þá skoðun meðal leiðtoga flokkanna.  Enginn annar flokkur fæst til að snerta þessa umræðu,ja, nema máttlaus annar armur andvana Framsóknar.

Árni Steingrímur Sigurðsson, 11.3.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband