Það var mikið!

Að engu tilliti teknu til afstöðu manna til hvalaveiða eða náttúruverndar þá er ekki hægt að villast um Súfistaaðferðir hinna fáu gegn hvalveiðiþjóðunum.

 

Afríkuríkið Gabon er eflaust mikið í mun að tryggja framtíð hvalastofnsins. Þeir eru hið minnsta strandríki sem gæti mögulega hugsanlega haft einhverra hagsmun að gæta. Reyndar er olía undan ströndum Gabon helsta tekjulind þeirra og ástæða þess að meðaltekjur eru fjórum sinnum hærri en nágrannaríkjanna.

Það eru hins vegar fáar ástæður til að verja setu Marshall Eyja í ráðinu. Þar búa færri en 70.000 manns sem lifa aðallega á ræktun kókoshneta, tómata og melóna og já, leigu á landi undir herstöð.

Nauru er önnur eyja í Micronesiu (er það íslenskað einhvernvegin?), þar búa um 13.000 manns. Þeir lifa aðallega á styrkjum frá vesturveldum. Frægastir eru þeir fyrir að geyma fólk sem Ástralir vilja ekki hýsa þar til Ástralska Innflytjendastofnunin hefur tekið ákvörðun um á hvaða forsendum vísa skuli viðkomandi úr landi.

Þessar þjóðir fengu inngöngu í alþjóðlegt samstarf um nýtingu hvalastofna.

Getur einhver sagt mér hvað þær eru að gera þarna?


mbl.is Japanar hóta að stofna ný hvalveiðisamtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband