Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.6.2007 | 15:39
Vitleysa
Hvaða barnaskapur er þetta í stjórnarandstöðunni? Hvaðan átti stuðningurinn að koma? Stjórnarandstaðan verður að vanda málflutning all verulega ef eitthvert markvisst aðhald á að vera við þessa mjög svo sterku stjórn. Að andmæla öllu verður bara ekki eftirtektarvert.
Ef á að spila þetta eins og leik þá verður stjórnarandstaðan að fara að kortleggja hvar einhverja fylgismenn er að fá meðal stjórnarliða og velja andóf þar sem hægt er að fá einhver atkvæði hinum megin girðingar.
![]() |
Vildu vísa frumvarpi um breytingar á þingsköpum frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2007 | 10:15
Ofurkæling
Ég var með samlíkingu í gær á blogginu. Hagkerfið er ofurkælt. Er eitthvað til ráða annað en að fella vexti og skera niður í ríkisútgjöldum? VERULEGA skera niður ríkisútgjöld. Minnst 30% niðurskurður.
Það myndi skella á holskefla sem myndi fara illa með marga en ég er ekki svo viss um að það myndi ekki gerast samt, bara á annan máta. Vandinn væri að þá myndi það gerast vegna þess að útflutningsgreinarnar væru í rjúkandi rústum og ekki væri hægt að bregðast við með neinu.
Góðir leiðtogar taka óvinsælar ákvarðanir en halda samt völdum. Þeir ná að selja hugmyndina um að taka meðalið, án sykurs.
![]() |
Óstöðugleiki fremur regla en undantekning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2007 | 09:21
Að flækjast í orðum
Sem sagt, til að þýða fyrirsögnina yfir á íslensku:
Ekki verður komist hjá því að gera annað það sem hingað til hefur verið gert við ráðgjöf fiskifræðinga.
Freudian slip anyone?
![]() |
Óhjákvæmilegt að bregðast við tilmælum fiskifræðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2007 | 16:28
Er bólan sprungin?
Ég veit ekki hvort ég er meira í sjokki yfir fréttum dagsins eða þeirri staðreynd að fréttin er ekki lengur á forsíðunni.
Í athugasemd á púkablogginu líkti ég nefnilega efnahagsástandinu á Íslandi við ofurkældan vökva sem þyrfti ekki meira til en smá hristing til að losa um innbyggða hreyfiorku, hita umhverfi sitt og fasabreytast í fast form.
Ég vona að þið séuð búin að fá launahækkunina sem þið voruð að vonast eftir. Það gæti verið langt að bíða þeirrar næstu.
![]() |
Segja aðgerðir Seðlabanka skaða atvinnulíf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2007 | 14:30
Sorgmæddur
Það færist alltaf yfir mig viss sorg þegar ég les um nauðganir. Ekki er nóg um að einstaklingi hafi verið nauðgað, eflaust er erfitt að taka ákvörðun um að kæra. Sönnunarbyrði í nauðgunarmálum er á ásakandanum ef marka má tíðni sakfellinga og orðalags sem allt of oft sést í sýknudómum: "gegn staðfastri neitun hins ákærða".
Ég veit ekki hvað það þýðir annað en að dómari hafi trúað sakborningi en ekki fórnarlambinu.
En svo eru líka dæmi um hið andhverfa. Tíðræddur var sektardómur yfir ungum manni ef ég man rétt frá Húsavík. Almannarómur var að ekkert væri tækt í kærunni en þetta hafi einhvernvegin rúllað í sektardóm af sjálfu sér.
Ég vona samt að aukinn fréttaflutningur sé til marks um fleiri ákærur en ekki að ofbeldi sé í raun að aukast. Nóg var um það fyrir.
![]() |
Fjögur kynferðisbrotamál í rannsókn á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2007 | 10:23
Fréttir af ráðgjöf Hafró
![]() |
Gengi krónunnar lækkar um 1,16% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2007 | 08:55
Það er eins gott fyrir íslenskt hagkerfi
![]() |
Spá tvöföldun eftirspurnar eftir áli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2007 | 07:35
Upplýsingatækni er óstaðbundin
Hvernig væri að sjá viðbrögð við aflabresti með loforði um frekari uppbyggingu upplýsingatækniiðnaðarins með byggðaþróun í huga?
Með ljósleiðaralögn hringinn í kring um landið er ekki mikið atriði hvar starfsfólk er staðsett svo framarlega sem það munstrar núll og einn rétt. Bloggfærslan mín verður flutt um vefinn sem núll og einn og síðan verður það verk upplýsingatækninnar að birta það rétt á tölvuskjám á Kópaskeri, á Bíldudal, Kúala Lúmpur og Alþjóðlegu Geimstöðinni.
Hvar vinnan fer fram skiptir engu máli.
![]() |
Ingibjörg: Verðum að sammælast þvert á alla pólitík" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2007 | 23:24
"Stay the course"
![]() |
14 bandarískir hermenn féllu í Írak um helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2007 | 23:18
Athyglivert prófmál
![]() |
365 miðlar hóta Agli lögbanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |