Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ágreiningur innan Samfylkingarinnar

Var ekki Viðskiptaráðherra að tala um að ekki væri tækt lengur að reka niðurgreidda lánastarfsemi í samkeppni við almennan markað?

Össur hægri, Jóhanna vinstri?  Veit höfuðið hvað hendurnar gera? 


mbl.is Félagsmálaráðherra: Íbúðalánasjóður verður ekki einkavæddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra/Alþingismaður/Viðskiptavinur/Bróðir/Líffræðingur

Já, aðgreining opinberra persóna er ekki einfalt mál.  Össur ætti að kenna Fogh eitt eða tvennt um það ....

mbl.is Fogh ber fyrir sig tjáningafrelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamaður handtekinn fyrir að spyrja spurninga

Fasmisminn í BNA nær nýjum hæðum ......

Darwinismi

Nú er búið að breyta umhverfinu fyrir smásöluvörur.  Nýr kvarði er kominn á fyrir afkomumat.  Einhverjar tegundir deyja, aðrar verða stærri fyrir vikið.  Hagkvæmni snýst um meira heldur en einfalda hagnaðar/tap útreikninginn.  Bravó Tesco!

mbl.is Allar vörur hjá Tesco verða „kolefnismerktar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg magnað

Hér er stýritæki á hagkerfi sem virkar.  Aðallega vegna þess að um er að ræða hagkerfi sem tækið virkar á.  Íslenska þensluhagkerfið er ekki hægt að hemja með stýrivöxtum.  Það hafði einn vinnufélagi minn á orði hér um daginn að erfitt væri að hemja eftirspurn eftir lánsfé með okurvöxtum, landinn væri svo framkvæmdaglaður.  Hann taldi það vera verðbólguhvetjandi því að ef landinn lendir í vandræðum með afborganir þá væri bara unnið meira.

Ég vildi leiðrétta hann aðeins með þetta.  Verðbólgan á sér ekki stað í þessu tilfelli.  Ég vænti þess að við aukavinnuna verði til einhver verðmæti sem einhver keypti.  Verðbólgan á sér stað þegar einstaklingur fær meiri pening en það verða ekki til nein umframverðmæti við launahækkunina.  Einhverjir myndu spyrja hvort launahækkanir ættu því aldrei rétt á sér en jú, ef starfsmaður nær færni og eykur afköst sín eða gæði starfsins með tíma er sjálfsagt að hann hækki í launum.  Ég vona að flestir séu þess eðlis að reyna að gera betur með tímanum og því sé eðlilegt að fólk hækki í launum umfram verðbólgu.

Nei, háu stýrivextirnir gera ekkert annað í íslensku hagkerfi en að auka lánsfjármagn með tilkomu Jöklabréfa og spákaupmennsku með myntina.


mbl.is Seðlabanki Evrópu hækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafnið fjölmiðlunum sem sýna svona

Það er rétt leiðin til að stýra hvað er sýnt og hvað ekki.  Ef fólki finnst fyrirfram að eitthvað efni eigi ekki erindi við almenning en fjölmiðill birtir það engu að síður, kjósið þá með veskinu og hunsið þann fjölmiðil.

Það er of seint fyrir þann sem fyrir skaðanum verður, en skv. Darwin þá lærist þetta fyrir rest.

Svo er allt annað mál að mannskepnan er ekki búin að læra þetta ennþá.  Svo virðist sem meirihluti tegundarinnar er með ólæknandi gægjuþörf  sem getur af sér skrýmsli eins og Paris Hilton og stórslysamyndir.  Ég treysti mér ekki einu sinni sjálfur til að segja að ég myndi ekki horfa á Skjá Einn í viku ef þeir myndu sýna þessa heimlidarmynd.

Heyrðu! þegar ég fer að hugsa um það þá horfi ég bara ekki á Skjá Einn.  Eða sjónvarp yfirleitt!

Þar dó sú hugmynd. 


mbl.is Synir Díönu prinsessu vonsviknir út í Channel 4
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"I am the Decider"

Einhvern vantar tengingu við raunveruleikann.

"Kæri Blair.  Herra Bush er ekki á jörðinni sem stendur og þú virðist vera að fljóta upp á við.  Aðrir einstaklingar hafa tapast mannkyninu fyriri tilstilli þess að reyna að ná hugsun hans á raunverulegra plan og okkur þykir vænt um þig.  Eftir allt saman þá varst þú tel ég nytsamlegur sakleysingi en ekki upphafsmaður átaka í Írak, svona svipað eins og Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson, vantaði aðeins upp á sjálfstæða hugsun á ögurstund."

Ég fæ örugglega fleiri tækifæri til að grínast að Bush.  Nuff said. 


mbl.is Blair segist geta sannfært Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandari ársins ...

... er ekki að eldflaugar Írana nái ekki til Evrópu.

Brandari ársins er að hér er maður sem hélt að Bush-stjórnin hefði tiltrú einhvers!

/point /laugh


mbl.is Larijani: Evrópa verður aldrei skotmark íranskra eldflauga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskhyggja

Þótt viðleitni geti komið viðræðum áleiðis þá þarf vilja þjóðanna sjálfra til að koma á varanlegum friði.  Sem stendur vilja báðir aðilar bara drepa sem flesta hinna.  Hjá Palestínumönnum er þetta það slæmt að verið er að ala upp sjálfsmorðsbörn.
mbl.is Ingibjörg Sólrún vill heimsækja Miðausturlönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerðist hér eiginlega?

Ég vil nánast flokka þessa frétt sem ekki-frétt.

Hér vantar með öllu ástæður sýknudóms.  Ég hef skrifað um meðferð kynferðisbrota á þann veg að dómskerfið bregðist fórnarlömbum.  Það einfaldlega hlýtur að vera tilfellið hér.  Eftir skýrslutökur, rannsókn og meðferð saksóknara þá er lagt upp í dómsmál.  Var það svo illa undirbúið að dómari bara sá ekki málið?  Var framburður vitnis óstöðugur? Vantaði sönnunargögn eins og í svo mörgum málum í þessum málaflokki? Hvar vantaði upp á vandvirkni?

VIÐBÓT:

Svo virðist sem ég hafi lesið einhverja styttri útgáfu af fréttinni.  Hún var 4 línur og gaf ekki neitt til kynna hvernig málum var háttað. 


mbl.is Fjórir piltar sýknaðir af ákæru fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband