Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.6.2007 | 19:41
Þarfur dómur
Hvort sem maðurinn er hryðjuverkamaður eða ekki þá er dómsmálið mikilvægt og í raun er verið að segja Bush að halda beri Genfar sáttmálann,jafnvel í stríði gegn hryðjuverkum. Mér hefur reyndar þótt einkennileg orðaskipan að tala um stríð gegn aðferð og meira að segja aðferð sem ekki er einhugur um túlkun orðsins. Palestínumenn tala nefnilega um frelsishetjur og píslarvotta þegar Ísraelar tala um hryðjuverkamenn.
![]() |
Gert að sleppa óvina stríðsmanni úr haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2007 | 15:15
Best í heimi
Heyrist mér af þessu.
Við höfum verið að keyra hagkerfið áfram á lánsvinnuafli frá öðrum löndum. Nú fer að hylla undir það að það sé bara ekki láns heldur langtíma. Við þurfum að huga virkilega vel að því að við lendum ekki í innflytjendavanda til lengri tíma litið.
Eftir allt saman þá erum við þjóðrækin þjóð og stolt af okkar uppruna. Hvort við svo ættum að vera stolt er allt annað mál. Um þúsund árum síðan komu hingað flóttafólk frá Noregi og kom við ruplandi og rænandi í Írlandi með þrælakost þaðan og búfénað. Við erum sum sé afkomendur þjófa og þræla sem gerðust síðan bændur. Þegar við vorum búin að nánast éta upp sagnaarfinn (bókstaflega) varð okkur til láns að einhver brjálæðingur í Evrópu gerði litla kalda Ísland að hernaðarlega mikilvægum stað. Ekki nægilega mikilvægum til að berjast um, en nægjanlega mikilvægum til að fá fjárhagsaðstoð til að byggja upp vegi og atvinnulíf.
Við nýttum okkur auðlindir náttúrunnar til að komast á þann stað sem við erum í dag, ofurseld álverksmiðjunum sem hér eru og búin að tæma fiskimiðin. Það verður okkur ef til vill mest til happs að vera á þessum stað í tilverunni, eftir allt saman þá hlýtur að vera harðgerður íslenski stofninn, hafandi lifað af frostahörkur, eldgos og stórplágur í um þúsund ár.
Við verðum nú að huga að því hvar við ætlum að koma okkur fyrir til frambúðar því af fiski og áli verður ekki lifað um aldur og ævi. Hugvit er það eina sem hægt er að rækta og við getum verið viss um að skili arði svo lengi sem menn hugsa.
![]() |
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: nauðsynlegt að auka aðhald í ríkisfjármálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2007 | 14:52
Auga fyrir auga ....
.... og tönn fyrir tönn og heimurinn verður blindur og tannlaus. Þetta voru fleyg orð Ghandi sem ég minnist í hvert sinn sem ég vil hreðjaskera ómyndir sem standa að svona endalausri vitleysu. Hvernig morð getur hreinsað sæmd er mér með öllu hulið. Það er eins gott að ég held ekki rétti yfir þessum mönnum og mætti segja til um refsingu þeirra.
![]() |
Dæmdir sekir um sæmdarmorð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2007 | 12:36
Barnaskapur
![]() |
París þorir ekki á salernið í fangelsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2007 | 14:08
Spinmeister
![]() |
Innri samstaða framsóknarmanna brast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2007 | 09:51
BNA orðalag
Alveg er það skelfilegt að sjá orðalag frá ameríkunni yfirtaka íslenska tungu. Önnur málsgreinin bara hreint út sagt skelfir mig. Ég tek enga afstöðu til málsins sem slíks. Vonandi verður umfjöllunin til þess að hægja á tíðni þessara aðgerða hér á landi.
Ég sá þátt á Discovery um árið sem fjallaði um fegrunaraðgerðir. Fylgst var með 3 einstaklingum fram að aðgerð og eftir hana. Um var að ræða forritara sem hjólaði og æfði en losnaði samt ekki við aukakílóin sem fór í fitusog, barnaskólakennara á sextugsaldri sem fór í andlitslyftingu og 35 ára konu sem fór í brjóstastækkun eftir að eiga 2 börn (hún ætlaði ekki að eignast fleiri). Allt var þetta fólk sem maður gat séð fyrirfram að hafði pælt í þessu og tók mjög svo meðvitaða ákvörðun um að þetta myndi bæta líf sitt. Birtar voru meðal annars myndskeið úr aðgerðunum og ég verð að biðurkenna að fitusogið var sérstaklega ógnvekjandi. Gert er gat á kviðinn og einhverju fituleysandi efni sprautað inn og síðan er víbrasprota stungið inn í kviðinn og honum juggað um af svo miklum krafti að kviðurinn gengur allur til í bylgjum. Það var líka óhugnalegt að heyra lýsinguna á því hvernig konum líður eftir brjóstastækkun. "Eins og fíll standi á bringunni".
Eftir aðgerðina var ekki að sjá annað en mesta kúnnaánægjan væri hjá kennaranum. Konan sem fór í brjóstastækkunina var með alveg svakalega gerfilegt bros. Ég trúði henni ekki þegar hún lýsti ánægju sinni með árangurinn.
![]() |
Íslenskar konur fara fram á bætur vegna sílikonfyllinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2007 | 09:08
Akkeri ....
9.6.2007 | 08:36
Holl lesning fyrir Kristið fólk
Kirkegard vill meina að vísindi og Guð eigi ekki heima í sama rými. Vísindunum beri að rannsaka efnisheiminn og eigi ekki að rannsaka Guð þar sem viðfangsefnið lýtur ekki reglum vísindanna. Það má segja að hér sé á ferð útfærðar hugmyndir Descarte um skiptingu sálar og líkama.
Ég vil alltaf fara út í blammeringar þegar ég les svona en það sem trúlaust og guðlaust fólk verður að muna er að til að fá einhvern til að skipta um skoðun þá verður sá hinn sami að trúa því að þú sért ekki að gera grín að honum eða líta niður til hans. Þá einfaldlega tekur viðkomandi ekki röksemdum. Reducto ad absurdium er vandmeðfarin aðferð ef þú ætlar að gera annað en bara vinna rökræðurnar gagnvart þriðja aðila.
Til að sýna fram á að Kirkegard hefur nokkuð til síns mál, kannið þá þetta.
![]() |
Þróunarkenningin og sköpunarkenningin báðar réttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.6.2007 | 09:02
Nytlaust með öllu
Skv. BBC þá var nýtingin 40% af sendri orku.
Move along. Move along. Nothing to see here.
LAGFÆRT:
Mín gagnrýni snýst helst að Morgunblaðinu. Af fyrirsögn og umfjöllun má halda að hér sé á ferð eitthvað sem er tilbúið til framleiðslu meðan sannleikurinn er sá að eingöngu er um hugmyndir í þróun (enska:proof of concept)
![]() |
Þráðlaust rafmagn er staðreynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.6.2007 | 14:51
Uppspretta raunhæfra aðgerða
Tesco var með góða hugmynd. Til að breyta hlutum þarf að koma til ný mælistika sem hjálpar neytenda að velja vöru í samræmi við umhverfishugsjón viðkomandi. Ég held að fæstir séu viljandi sóðar gagnvart andrúmsloftinu. Ef fólk vissi hvað þarf til þá myndu margir breyta háttum sínum. Athyglivert að sjá hvort ekki heyrist aftur "Veljum Íslenskt", nú með þá hugsjón að leiðarljósi að nærmarkaðurinn hlýtur að vera kolefnisódýrari.
Uppspretta lausnarinnar verður að vera raunhæf á frjálsum markaði.
![]() |
Leiðtogar G8 sættast á minnkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)