4.6.2007 | 08:43
*snökt* *snökt*
Cry me a river.
Mér finnst drepfyndið að afdankaður þungarokkari hafi tekið sig til og skorað á yfirvöld að láta hana afplána allan dóminn. Einnig finnst mér fyndið að hún skuli taka Biblíuna með sér. Hún ætti kannski frekar að taka eitthvað með betri siðferðisboðskap. Hér eru nokkrar bækur sem hún ætti auðveldara með að skilja og hafa alveg örugglega ekki verri siðferðisboðskap en Biblían:
- Litla Gula Hænan - Vinnan göfgar manninn
- Rauðhetta - Varist ókunnuga menn sem éta ömmur
- Þrír litlir Grísir - Pabbi/Stóri bróðir vita alltaf best
- Gilitrutt (Rumplestiltskin) - Það kemur að skuldadögum - og stundum vilja þeir taka myndir
Paris Hilton hefur hafið afplánun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 07:35
Upplýsingatækni er óstaðbundin
Hvernig væri að sjá viðbrögð við aflabresti með loforði um frekari uppbyggingu upplýsingatækniiðnaðarins með byggðaþróun í huga?
Með ljósleiðaralögn hringinn í kring um landið er ekki mikið atriði hvar starfsfólk er staðsett svo framarlega sem það munstrar núll og einn rétt. Bloggfærslan mín verður flutt um vefinn sem núll og einn og síðan verður það verk upplýsingatækninnar að birta það rétt á tölvuskjám á Kópaskeri, á Bíldudal, Kúala Lúmpur og Alþjóðlegu Geimstöðinni.
Hvar vinnan fer fram skiptir engu máli.
Ingibjörg: Verðum að sammælast þvert á alla pólitík" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2007 | 23:24
"Stay the course"
14 bandarískir hermenn féllu í Írak um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2007 | 23:18
Athyglivert prófmál
365 miðlar hóta Agli lögbanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2007 | 23:13
Klukkutíma of löng
Skelfilega var mér farið að leiðast seinni helming myndarinnar. Ég get ekki meðtekið fleiri en eina útrúlega leið til að skjóta sér upp 50 metra upp í loftið og lifa ferðina af ásamt því að bjarga öllu í leiðinni.
Ég er klárlega farinn að eldast því þegar finna átti eitthvað til að horfa á í gærkveldi með fjölskyldunni þá fannst mér þær myndir sem úr var að velja ekki hafa upp á neitt nýtt að bjóða.
Fyrsta Pirates myndin var í reynd sú besta og sannar í raun þessi syrpa það sem Matrix tókst líka. Það er ekki sérlega góð hugmynd að framleiða tvær myndir í einu og hluta niður á tvö ár.
Sjóræningjarnir vörðu efsta sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2007 | 15:23
Hinir frambjóðendurnir
Giuliani og Clinton enn með forustu; Thompson gæti aukið fylgið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2007 | 19:41
Barnaskapur
Ísraelsher felldi þrjá Palestínumenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2007 | 18:41
Skautun
Hvað er það í velmegunarþjóðfélagi nútímans sem býr til atvinnumótmælandann? Hvar sem leiðtogar iðnríkjanna vilja skjóta saman nefjum sínum brjótast út hatrömm mótmæli, ja, nema á Íslandi þar sem landanum brá aðeins við þegar reistar voru víggirðingar kring um hótelið þar sem fundurinn átt sér stað. Í sporum leiðtoganna þá hefði kannski verið eðlilegt að segja í lok fundar "Ja hérna, hér lá ekki lögregla í sárum eða á banabeði eftir fundinn. Hér hittumst við aftur!" Nei, það virðist vera sem þeir séu það fjærri raunveruleikanum utan víggirðinganna að það eitt og sér skipti ekki máli.
Og þar grunar mig verður atvinnumótmælandinn til. Sá einstaklingur er nefnilega vel hugsandi einstaklingur sem tekur eftir því hvernig leiðtogarnir fara að lifa öðru vísi veruleika og ef leiðtogi er ekki í tengslum við veruleika fólksins þá getur hann ekki verið að taka góðar ákvarðanir með lýðinn í huga.
Þetta var væntanlega ofarlega í huga Sókratesar þegar hann taldi að stærsta borg sem væri stjórnanleg sem eitt kerfi væri um 100.000 manns. Reyndar var hann kannski ekki að hugsa um borg svo mikið sem pólitískt samfélag, en þaðan er orðið sprottið úr grísku, Polis er borg og Politics eru því málefni borgarinnar.
Reykjavík er því ef Sókrates hafði rétt fyrir sér á mörkum þess að tapa þeirri nánd sem einn leiðtogi þarf að hafa við fólk sitt til að teljast einn af þeim. Munum við á næstu árum taka eftir breytingum á okkar Polis?
150 lögreglumenn hafa særst í átökum við mótmælendur í Rostock | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2007 | 17:27
Og hverjum kemur þetta á óvart?
Ég hef ekki handbærara tölur um þetta, kannski einhver geti komið með þær fram. Er það ekki lenska hjá Sjávarútvegsráðherrum að fara ekki eftir ráðgjöf Hafró? Er ekki venjan sú að veiða svona 15-25% framyfir ráðgjöfina? Og nota bene það er það sem er veitt og vigtað.
Það kæmi mér stórkostlega á óvart ef það verður einhver breyting á núna. Kannski er lærdómurinn sem Hafró tekur frá þessu slíkur að þeir geti mælt með kvóta þessum 15-25% lægri til að leiðrétta módelið sitt. Þ.e. taka tillit til hvernig framkvæmdavaldið fer með ráðfjöfina. En kannski eru þeir bara of miklir vísindamenn í eðli sínu og hugsa eins og yfirmaður NASA, það er ekki þeirra að túlka gögn eða setja fram stefnu, þeirra er bara að afla gagna.
Sjávarútvegsráðherra: Þurfum að ræða málin af yfirvegun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2007 | 14:27
Skiptum út aðalatvinnuvegi
Það er lifandis löngu kominn tími til að hugsa til framtíðarinnar. Íslenskt hugvit hefur sýnt sig að vera frjótt og öflugt. Þessi fáu fyrirtæki sem ná upp úr sprotanum hafa sýnt sig í að vera góð tekjulind. Til þess að upplýsingatæknifyrirtæki nái að spjara sig þá þarf til betri tengingar við umheiminn. Cantat-3 er löngu orðinn of þröng gátt til vesturheims og ekki er verjandi að fara að leggja annan kapal til Skotlands þegar Farice-I er ekki notaður nema að litlu leyti. Það er nefnilega tvennt sem skiptir þarna máli annað en breiðari gáttir. Annað er það að stærstur hluti af internetinu liggur í BNA annars vegar og hins vegar þá þarf að skapa meira öryggi um gagnaflutninga. Þess vegna er mikilvægt að tengja bæði vestur og austur um haf.
Kannski má líta sem svo á að við drögum enn tekjur úr sjó, ja eða drögum tekjur um sjó gegn um ljósleiðara ;)
Hafró leggur til þriðjungs samdrátt í þorskafla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)