10.6.2007 | 14:08
Spinmeister
Innri samstaða framsóknarmanna brast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2007 | 11:22
Noobs
Var á burðardýri með troðfulla pokana. Ekki nema 37 staflar af Runecloth sem ég hafði ekkert að gera við (ásamt öðru drasli). Ætti að vera auðvelt að ger /2 WTS Runecloth 1g per stack, pickup in SW only.
Jújú, velnokk kom hvísl frá einum. Eitthvað þjark um CoD sem endaði með því að viðkomandi nennti því að koma frá Shat til SW. Anyways. Eftir að vera loksins kominn og vinnan við að senda 6 stafla í einu yfir til hans þá lendir hann í vandræðum með pláss eftir annað skiptið og þarf að senda á SITT burðardýr þá kom gullmoli dagsins:
"How can you have so much bagspace?"
Ógövöð hvað ég fíla það að rekast á svona nublet af og til
9.6.2007 | 19:16
Orkutilfærsla
Það er hressandi tilbreyting að sjá talað um vetni sem orkubera. Alltof mikið bar á því hér eftir árið 2000 að talað væri um vetni sem lausn á orkuvandamáli heimsins. Þetta var mikil misskilningur því ekki var verið að tala um að vetnisnámur væru einhversstaðar og þannig væri vetnið lausnin. Nei, lausnin hvað vetnið varðar er að vetnið er hægt að nýta til að knýja brunaaflsvélar og í seinni tíð er líka hægt að nota vetni til að geyma rafmagn sem efnarafhlaða.
Enn er ekki leyst hvar við fáum orkuna þó að margt sé verið að prófa sem lofar góðu. Kjarnasamruni hefur fræðilega möguleikann á að leysa málið. Kjarnorkuver gætu leyst vandann. Fjórðu kynslóðar ofnar eru víst minna mengandi og nýta enn betur eldsneytið en fyrr.
Þorsteini Inga afhent Alheimsorkuverðlaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2007 | 09:51
BNA orðalag
Alveg er það skelfilegt að sjá orðalag frá ameríkunni yfirtaka íslenska tungu. Önnur málsgreinin bara hreint út sagt skelfir mig. Ég tek enga afstöðu til málsins sem slíks. Vonandi verður umfjöllunin til þess að hægja á tíðni þessara aðgerða hér á landi.
Ég sá þátt á Discovery um árið sem fjallaði um fegrunaraðgerðir. Fylgst var með 3 einstaklingum fram að aðgerð og eftir hana. Um var að ræða forritara sem hjólaði og æfði en losnaði samt ekki við aukakílóin sem fór í fitusog, barnaskólakennara á sextugsaldri sem fór í andlitslyftingu og 35 ára konu sem fór í brjóstastækkun eftir að eiga 2 börn (hún ætlaði ekki að eignast fleiri). Allt var þetta fólk sem maður gat séð fyrirfram að hafði pælt í þessu og tók mjög svo meðvitaða ákvörðun um að þetta myndi bæta líf sitt. Birtar voru meðal annars myndskeið úr aðgerðunum og ég verð að biðurkenna að fitusogið var sérstaklega ógnvekjandi. Gert er gat á kviðinn og einhverju fituleysandi efni sprautað inn og síðan er víbrasprota stungið inn í kviðinn og honum juggað um af svo miklum krafti að kviðurinn gengur allur til í bylgjum. Það var líka óhugnalegt að heyra lýsinguna á því hvernig konum líður eftir brjóstastækkun. "Eins og fíll standi á bringunni".
Eftir aðgerðina var ekki að sjá annað en mesta kúnnaánægjan væri hjá kennaranum. Konan sem fór í brjóstastækkunina var með alveg svakalega gerfilegt bros. Ég trúði henni ekki þegar hún lýsti ánægju sinni með árangurinn.
Íslenskar konur fara fram á bætur vegna sílikonfyllinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2007 | 09:08
Akkeri ....
9.6.2007 | 08:36
Holl lesning fyrir Kristið fólk
Kirkegard vill meina að vísindi og Guð eigi ekki heima í sama rými. Vísindunum beri að rannsaka efnisheiminn og eigi ekki að rannsaka Guð þar sem viðfangsefnið lýtur ekki reglum vísindanna. Það má segja að hér sé á ferð útfærðar hugmyndir Descarte um skiptingu sálar og líkama.
Ég vil alltaf fara út í blammeringar þegar ég les svona en það sem trúlaust og guðlaust fólk verður að muna er að til að fá einhvern til að skipta um skoðun þá verður sá hinn sami að trúa því að þú sért ekki að gera grín að honum eða líta niður til hans. Þá einfaldlega tekur viðkomandi ekki röksemdum. Reducto ad absurdium er vandmeðfarin aðferð ef þú ætlar að gera annað en bara vinna rökræðurnar gagnvart þriðja aðila.
Til að sýna fram á að Kirkegard hefur nokkuð til síns mál, kannið þá þetta.
Þróunarkenningin og sköpunarkenningin báðar réttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.6.2007 | 23:15
Aumkunarvert
Hilton send aftur í fangelsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.6.2007 | 15:57
Karazhan hópar
Epic er með tvo hópa í Karazhan þessa vikuna. Við urðum fyrir því óláni að hleypa inn spilara sem klauf sig síðan frá og tók sitt fólk með. Við vorum því neydd til að skera við nögl áætlanir um 3 hópa. Það hefur þurft 3-4 heimsóknir í Karazhan upp á 3-4 tíma hver til að hreinsa út bælið þannig að góða skipulagshæflika og mannauðsstjórnun þarf til að velja saman hópa. Að jafnaði þá nægir 15 manna hópur til að hreinsa út þó eingöngu komist 10 að í einu. Hópurinn sem ég hef leitt er þróunarhópurinn, það er, sá hópur sem ekki hefur náð að fella alla óvætti bælisins.
Þessa vikuna var ákveðið í stað þess að hafa reglubundna háttinn á að nýta það að vera svolítið undirmannaðir og gera tvo hópa sem næðu að hreinsa. Það hefur gengið vel í mínum hóp en hópurinn sem samanstóð af reyndari spilurum lét okkur nokkra í té. Þeim hóp gekk hins vegar erfiðlega að ná niður Aran og Prince og þurftu að gefast upp eftir heilt árangurslaust kvöld.
Nú vantaði ekkert upp á hæfileikafólkið þar megin. Þarf að komast að því hvað var að klikka hjá þeim og læra af því.
PS: Nú þurfum við að fara að drífa í að fá okkur almennilega heimasíðu, eitthvað sem hnýtir saman vefkerfin og getur verið almennilegt andlit út á við.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2007 | 09:02
Nytlaust með öllu
Skv. BBC þá var nýtingin 40% af sendri orku.
Move along. Move along. Nothing to see here.
LAGFÆRT:
Mín gagnrýni snýst helst að Morgunblaðinu. Af fyrirsögn og umfjöllun má halda að hér sé á ferð eitthvað sem er tilbúið til framleiðslu meðan sannleikurinn er sá að eingöngu er um hugmyndir í þróun (enska:proof of concept)
Þráðlaust rafmagn er staðreynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.6.2007 | 08:03
Hver þorir að veðja ....
Parísi Hilton gert að mæta aftur fyrir dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)