Hausverkur og læti

Hugsa að þetta verði færslulaus dagur að öðru leiti en bara þessi tilkynning .....

Viðbrögð Seðlabankans ...

Ef Seðlabankinn myndi grípa tækifærið og lækka stýrivexti, þessi bréf yrðu ekki gefin út vegna lægri ávöxtunar, væri það ekki handstýrð gengisfelling?

mbl.is Krónubréf gefin út fyrir 10 milljarða króna í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Svokallað"

Oft þegar þessu orði bregður fyrir í fréttum finn ég til reiði í garð ummælandans.  Oftast er verið að tala niður til fólks.  Oft má í raun setja í stað orðsins eftirfarandi setningu: "Þú telur þig ef til vill vita hvað ég er að tala um en ég er hér með að minna þig á að ég er sérfræðingurinn og þú ert fáráðlingurinn og passaðu þig á þessu orði.  Ég nefnilega kalla þennan hlut þessu nafni og veit hvað það þýðir en þú ekki."  Ef þú myndir ekki kalla fyrirbærið því nafni, hvað myndir þú svokalla það þá?

Hér á þetta hins vegar vel við.  Nafnið sem valið er fyrir fyrirbærið á ekki við.  Hægt er að tala um "Svokallaða umhverfisstefnu stjórnvalda" til að gera lítið úr henni, segja í raun að hún sé ekki neitt neitt.  Hvernig í ósköpunum getur sæmd fylgt morði barna sinna? 


mbl.is Segja að sæmdarglæpum fari fjölgandi í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjáls markaður hafrannsókna

Hvað myndi það þýða?  Sá sem býður mestan afla hlýtur samninginn?

mbl.is Smábátaeigendur krefjast endurskoðunar á aðferðafræði Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánamöguleikar

Huga á viðbótarlán til framkvæmda á húsinu.  Er í kleinu með hvaða lán eru besti kosturinn.  Afskaplega hljómar myntkörfulán vel til lengri tíma litið en sterk staða krónunnar gera þau lán afar óhagstæð í augnablikinu.  Þessar fréttir virðast hallast að því að jafnvægi sé náð svo framarlega sem við höldum góðum dampi.


mbl.is Verðbólga mæld á 12 mánaða tímabili 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarfur dómur

Hvort sem maðurinn er hryðjuverkamaður eða ekki þá er dómsmálið mikilvægt og í raun er verið að segja Bush að halda beri Genfar sáttmálann,jafnvel í stríði gegn hryðjuverkum.  Mér hefur reyndar þótt einkennileg orðaskipan að tala um stríð gegn aðferð og meira að segja aðferð sem ekki er einhugur um túlkun orðsins.  Palestínumenn tala nefnilega um frelsishetjur og píslarvotta þegar Ísraelar tala um hryðjuverkamenn.   


mbl.is Gert að sleppa „óvina stríðsmanni“ úr haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Best í heimi

Heyrist mér af þessu.

Við höfum verið að keyra hagkerfið áfram á lánsvinnuafli frá öðrum löndum.  Nú fer að hylla undir það að það sé bara ekki láns heldur langtíma.  Við þurfum að huga virkilega vel að því að við lendum ekki í innflytjendavanda til lengri tíma litið.

Eftir allt saman þá erum við þjóðrækin þjóð og stolt af okkar uppruna.  Hvort við svo ættum að vera stolt er allt annað mál.  Um þúsund árum síðan komu hingað flóttafólk frá Noregi og kom við ruplandi og rænandi í Írlandi með þrælakost þaðan og búfénað.  Við erum sum sé afkomendur þjófa og þræla sem gerðust síðan bændur.  Þegar við vorum búin að nánast éta upp sagnaarfinn (bókstaflega) varð okkur til láns að einhver brjálæðingur í Evrópu gerði litla kalda Ísland að hernaðarlega mikilvægum stað.  Ekki nægilega mikilvægum til að berjast um, en nægjanlega mikilvægum til að fá fjárhagsaðstoð til að byggja upp vegi og atvinnulíf.

Við nýttum okkur auðlindir náttúrunnar til að komast á þann stað sem við erum í dag, ofurseld álverksmiðjunum sem hér eru og búin að tæma fiskimiðin.  Það verður okkur ef til vill mest til happs að vera á þessum stað í tilverunni, eftir allt saman þá hlýtur að vera harðgerður íslenski stofninn, hafandi lifað af frostahörkur, eldgos og stórplágur í um þúsund ár.

Við verðum nú  að huga að því hvar við ætlum að koma okkur fyrir til frambúðar því af fiski og áli verður ekki lifað um aldur og ævi.  Hugvit er það eina sem hægt er að rækta og við getum verið viss um að skili arði svo lengi sem menn hugsa.


mbl.is Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: nauðsynlegt að auka aðhald í ríkisfjármálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auga fyrir auga ....

.... og tönn fyrir tönn og heimurinn verður blindur og tannlaus.  Þetta voru fleyg orð Ghandi sem ég minnist í hvert sinn sem ég vil hreðjaskera ómyndir sem standa að svona endalausri vitleysu.  Hvernig morð getur hreinsað sæmd er mér með öllu hulið. Það er eins gott að ég held ekki rétti yfir þessum mönnum og mætti segja til um refsingu þeirra.


mbl.is Dæmdir sekir um sæmdarmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaskapur

Þetta jafngildir því að halda inni andanum þar til maður blánar sem þekkist meðal ofdekraðra krakka í BNA.  Ó hvílík þjáning, óhvílík pííína.

mbl.is París þorir ekki á salernið í fangelsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjúklingur í hnetusósu

Ég geri venjulega mikið af þessum rétti.  Elda tvo úrbeinaða kjúklinga í senn og frysti síðan afganga til að hafa með í vinnuna.  Ég held þetta sé í hollara lagi ef fólk er að velja hráefnið rétt, nota passlegt magn af hollri steikingarolíu, jafnvel kókosfeiti.

  • 2 Úrbeinaðir Kjúklingar
  • 2 Rauðar/Appelsínugular paprikur
  • 1 Mangó (milliþroskaður, má vera vel stífur)
  • Banani
  • Rúsínur
  • Hnetur (mega vera venjulegar hnetur, Cashew eru samt bestar)
  • Hnetumauk (Satay)
  • 1-2 dósir kókosmjólk
  • 1 dós Gular baunir (eða Baby Corn stönglar)
  • Turmeric
  • Mulin Kóríander fræ
  • Gæðakarrí (til dæmis frá pottagöldrum)
  • Mango Chutney

Skerið laukinn niður og látið malla undir lágum hita.  Kryddið með því laufkryddi sem ykkur fýsir, hér myndu sumir setja kardimommu út í.  Skerið niður paprikuna, flysjið og skerið mangóinn.  Það er vandasamt að ná öllu aldinkjötinu af en með æfingu næst það.  Mér finnst reyndar bara gott að naga hann meðan ég steiki ;)  Setjið næst hnetur og rúsínur út í laukmallið.

Skerið kjúklingakjötið í strimla.  Setjið olíu á flata steikingapönnu og hitið upp í millihita.  Setjir kóríanderfræ og túrmeric við smekk á pönnuna og hrærið í.  Þegar hættir að krauma í henni, hækkið hitann á hæsta hita og skellið kjúklingnum á og veltið vel upp úr.

Skellið nú papriku og mangó útí laukmaukið og hækkið hitann til að ná að steikja.  Ef þið viljið mikið af sósu notið þá 2 dósir af kókosmjólk, annars eina.  Að lokum bætið duftkryddi út í (karrí) og fiskið kardimommuna upp úr.  Látið malla meðan kjúklingurinn lýkur steikingartíma og hendið honum út í mallið.

Á mínu heimili sker síðan hver fyrir sig banana ef hann vill en ekkert mælir gegn því að honum sé raðað ofan á réttinn.  Bara ekki blanda honum saman við, bestur er hann þegar hann nær ekki að maukast af hitanum.

Njótið vel. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband