Eruð þið ekki að GRÍNAST í mér? AFTUR?

...................
mbl.is Viðgerð á ljósleiðara lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristnir gegn Kynsjúkdómavörnum

Ef ég man rétt þá er um að ræða Human Papilloma virus, smitast eingöngu með kynmökum, en hægt að bólusetja fyrir honum.  Heilagleikafólkið þarna vestur frá má ekki heyra á það minnst að bólusetja fyrir þessu þar sem í þeirra huga er að merki til ungdómsins að fara að makast alveg á fullu.

Jáhm.  Einmitt. 


mbl.is Kynsjúkdómar útbreiddir meðal táningsstúlkna í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður Einarsson, þingmeirihluti þjóðarinnar?

Ég held að hann ætti bara að reka sinn banka.  Í öðru landi ef honum svo sýnist.

 Meðan hann er á Íslandi með sinn banka, þá gilda þar ákveðnar reglur.  Lög um hinn íslenska gjaldmiðil eru nefnilega sett af Alþingi, ekki bankastjóra KB Banka.

Áttar hann sig ekki á því að hann stæði frammi fyrir annarri mynd af sama vandamáli ef hann væri í öðru myntkerfi? 


mbl.is Nýr gjaldmiðill innan 3 ára?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhagstætt gengi

Erlenda verkafólkið fer að flýja í hrönnum núna.  Ef það getur ekki sent peninga heim, hvers vegna að vera fjarri fjölskyldum og heimalandi?
mbl.is Samkeppni um erlent starfsfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg týpískt viðhorf kirkjunnar

Geta þessir menn ekki haft áhyggjur af einhverju merkilegra en þessu?   Ég segi þessir menn til að hópa saman þá sem finnast þeir eiga að hafa eitthvað með þekkingarleit annarra að gera.

 Stofnun sem hefur staðið á bremsunni gagnvart þekkingu mannkyns og þurft að bakka með allt það sem hún hefur hundelt og brennt fólk á báli fyrir er hollast að fara að hætta yfirlýsingagleði sinni.


mbl.is Páfi: Ódauðleiki ekki eftirsóknarverður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tapaði Obama Texas? Ekki í fjölda kjörmanna!

Kosningakerfi í BNA er ekki einfalt.  Skv. mínum heimildum (npr fréttastofan) þá fær Obama 98 fulltrúa frá TX en Clinton 95!

 Af hverju er alltaf verið að tala um að hann hafi tapað?

 http://www.npr.org/blogs/news/2008/03/texas_twostep_leaving_dems_fla_1.html


mbl.is Obama sigraði í Wyoming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veto eða Signing Statement?

Ekki fer Goggi að hlýða demókrötum upp úr þurru.
mbl.is Bandaríkjastjórn gert að hefja brottflutning hermanna frá Írak innan 30 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2.3 - Zul Aman

Svekkelsi í morgun.  Plásturdagur byrjar venjulega hjá mér á því að opna WoW og uppfæra.  Ekki í dag.  Opna WoW, logga inn, engin realm opin (well duh).  Venjulega á þeim tímapunkti kæmi "Downloading Update", síðan endurræsir forritið sig og bætir plástrinum við.

 Tense dagur framundan.


Hvar voru Jón&Gunna?

Ég hélt að þau réðu hvað væru í jólagjöf, ekki einhverjir postular búðanna.  Svo segir mér hugur að einhver hafi keypt of mikið af GPS tækjum fyrir síðasta sumar og þarf að koma út lagernum ......

 Annars er afar óábyrgt að birta einhverja spá um aukna jólasölu á sama tíma og Seðlabanki og Forsætisráðherra reyna hvað þeir geta til að halda niðri verðbólgu, til að halda niðri stýrivöxtum, til að halda aftur af vaxtatryllingnum gegn láglaunamanninum sem alltént þarf nú að búa einhvers staðar, og samkvæmt "valinkunnum einstaklingum með sérstaka næmni fyrir straumum og stefnum", vita hvar hann býr og starfar, með mikilli nákvæmni.


mbl.is Jólagjöfin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum með veskinu - Flýjum KB banka

Löglegt en siðlaust.  Hér í eina tíð þá voru tegundir lána á íbúð hluti af því sem gerði íbúð álitlegan kost.  Þar voru fremst í flokki íbúðir sem voru með áhvílandi Byggingasjóðslánum.  Ég spái því að vextir lækki aftur þegar fyrstu "vaxtabreytingar" lágvaxtalánanna koma til framkvæmda hjá þeim sem völdu breytilega vexti því þá þurfa bankarnir að slást um kúnnann aftur.  Þ.e. ef Alþingi hunskast til að fjarlægja samkeppnishömlur sem fólgnar eru í stimpilgjöldum.
mbl.is Neytendastofa skoði ákvörðun Kaupþings um yfirtöku íbúðalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband