4.6.2007 | 16:28
Er bólan sprungin?
Ég veit ekki hvort ég er meira í sjokki yfir fréttum dagsins eða þeirri staðreynd að fréttin er ekki lengur á forsíðunni.
Í athugasemd á púkablogginu líkti ég nefnilega efnahagsástandinu á Íslandi við ofurkældan vökva sem þyrfti ekki meira til en smá hristing til að losa um innbyggða hreyfiorku, hita umhverfi sitt og fasabreytast í fast form.
Ég vona að þið séuð búin að fá launahækkunina sem þið voruð að vonast eftir. Það gæti verið langt að bíða þeirrar næstu.
Segja aðgerðir Seðlabanka skaða atvinnulíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.