12.6.2007 | 18:19
Viðbrögð Seðlabankans ...
Ef Seðlabankinn myndi grípa tækifærið og lækka stýrivexti, þessi bréf yrðu ekki gefin út vegna lægri ávöxtunar, væri það ekki handstýrð gengisfelling?
Krónubréf gefin út fyrir 10 milljarða króna í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En hvað með verðbólguna?
Það hafa verið nokkrir gjalddagar á þessu ári og hefur það haft lítil áhrif á gengi krónunnar.
Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 21:21
Það sem ég er að benda á er að þetta eru fyrirsjáanleg áhrif af stefnubreytingu bankans. Það er ekki gott fyrir efnahagslífið til lengdar ef útflutningsgreinarnar eru kyrktar með of sterkri krónu. Sterk króna með háum stýrivöxtum er að kalla á fjármagn inn í hagkerfið sem kallar á sterka krónu osfrv. Þetta er vítahringur sem erfitt er að rjúfa. Ein leiðin er að lækka stýrivexti og vona að bréfin verði ekki gefni út, fjármagn á markaði minnkar og krónan veikist.
Árni Steingrímur Sigurðsson, 12.6.2007 kl. 21:58
Sammála því, þetta er vítahringur sem þarf að rjúfa. Ef rýnt er í verðbólguna sést að hún er drifin áfram af húsnæðisliðnum. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar að grípa til aðgerða á þeim markaði.
Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.