Holl lesning fyrir Kristið fólk

Kirkegard vill meina að vísindi og Guð eigi ekki heima í sama rými.  Vísindunum beri að rannsaka efnisheiminn og eigi ekki að rannsaka Guð þar sem viðfangsefnið lýtur ekki reglum vísindanna.  Það má segja að hér sé á ferð útfærðar hugmyndir Descarte um skiptingu sálar og líkama.

Ég vil alltaf fara út í blammeringar þegar ég les svona en það sem trúlaust og guðlaust fólk verður að muna er að til að fá einhvern til að skipta um skoðun þá verður sá hinn sami að trúa því að þú sért ekki að gera grín að honum eða líta niður til hans.  Þá einfaldlega tekur viðkomandi ekki röksemdum.  Reducto ad absurdium er vandmeðfarin aðferð ef þú ætlar að gera annað en bara vinna rökræðurnar gagnvart þriðja aðila.

Til að sýna fram á að Kirkegard hefur nokkuð til síns mál, kannið þá þetta


mbl.is Þróunarkenningin og sköpunarkenningin báðar réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þróunarkenningin hefur aldrei verið sönnuð vísindalega. Þannig verður hvorug kenningin "vísindi". Steingerfingafræðin reyndar kipp verulega stoðum undan þróunarkenningunni. Til að sjá hvernig vísindamenn sanna á vísindalegum viðurkenndum grunni kenningar þá er hér meðfylgjandi ágæt skilgreining Svans læknis Sigurbjarnarsonar þannig að leikmenn geti séð hver eru alvöru vísindi og hver gervi:

http://svanurmd.blog.is/blog/svanurmd/entry/203712/

Þorsteinn (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Þróunarkenningin segir eftirfarandi:  Samkeppni er um fæðu meðal lífvera og við fast ástand þá "vinnur" ein þeirra og verður ráðandi í lífkerfinu.  Nú á sér stað einhver breyting og lífsskilyrði breytast.  Þá á einhver önnur lífvera færi á að verða ráðandi þar sem skilyrði fyrir afkomu hafa breyst.

Ertu að segja mér að þetta sé eitthvað annað en sjáflsögð sannindi? 

Árni Steingrímur Sigurðsson, 9.6.2007 kl. 18:39

3 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Annars, afsakaðu mig að hafa ritað hraðar en ég hugsaði.  Ég sé eingöngu staðhæfingu um að eitthvað á listanum hans Svans eigi ekki við um þróunarkenninguna.  Hvað?

Árni Steingrímur Sigurðsson, 9.6.2007 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband