8.6.2007 | 15:57
Karazhan hópar
Epic er með tvo hópa í Karazhan þessa vikuna. Við urðum fyrir því óláni að hleypa inn spilara sem klauf sig síðan frá og tók sitt fólk með. Við vorum því neydd til að skera við nögl áætlanir um 3 hópa. Það hefur þurft 3-4 heimsóknir í Karazhan upp á 3-4 tíma hver til að hreinsa út bælið þannig að góða skipulagshæflika og mannauðsstjórnun þarf til að velja saman hópa. Að jafnaði þá nægir 15 manna hópur til að hreinsa út þó eingöngu komist 10 að í einu. Hópurinn sem ég hef leitt er þróunarhópurinn, það er, sá hópur sem ekki hefur náð að fella alla óvætti bælisins.
Þessa vikuna var ákveðið í stað þess að hafa reglubundna háttinn á að nýta það að vera svolítið undirmannaðir og gera tvo hópa sem næðu að hreinsa. Það hefur gengið vel í mínum hóp en hópurinn sem samanstóð af reyndari spilurum lét okkur nokkra í té. Þeim hóp gekk hins vegar erfiðlega að ná niður Aran og Prince og þurftu að gefast upp eftir heilt árangurslaust kvöld.
Nú vantaði ekkert upp á hæfileikafólkið þar megin. Þarf að komast að því hvað var að klikka hjá þeim og læra af því.
PS: Nú þurfum við að fara að drífa í að fá okkur almennilega heimasíðu, eitthvað sem hnýtir saman vefkerfin og getur verið almennilegt andlit út á við.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.