7.6.2007 | 14:51
Uppspretta raunhæfra aðgerða
Tesco var með góða hugmynd. Til að breyta hlutum þarf að koma til ný mælistika sem hjálpar neytenda að velja vöru í samræmi við umhverfishugsjón viðkomandi. Ég held að fæstir séu viljandi sóðar gagnvart andrúmsloftinu. Ef fólk vissi hvað þarf til þá myndu margir breyta háttum sínum. Athyglivert að sjá hvort ekki heyrist aftur "Veljum Íslenskt", nú með þá hugsjón að leiðarljósi að nærmarkaðurinn hlýtur að vera kolefnisódýrari.
Uppspretta lausnarinnar verður að vera raunhæf á frjálsum markaði.
Leiðtogar G8 sættast á minnkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Facebook
Athugasemdir
Líklega er það rétt að fæstir vilja vera umhverfissóðar. Það gerist hinsvegar allt of oft að tímabundnir fjárhagslegir hagsmunir þ.e. peningarök í stað umhverfissjónarmiða eru látin ráða við ákvarðanatöku bæði hjá einkaaðilum og opinberum aðilum. Hvernig munu t.d. sveitarfélögin bregðast við beiðni námsmannahreyfinganna um að fá ókeypis í strætó?
Valgerður Halldórsdóttir, 7.6.2007 kl. 15:10
Vonandi með bros á vör. Þetta er ekki ný hugmynd, var þetta ekki kosningamál Framsóknarmanna í síðustu borgarstjórnarkosningum? Man það ekki alveg. Einhver flokkurinn var með þetta á stefnuskránni.
Árni Steingrímur Sigurðsson, 7.6.2007 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.