6.6.2007 | 13:54
Alveg magnað
Hér er stýritæki á hagkerfi sem virkar. Aðallega vegna þess að um er að ræða hagkerfi sem tækið virkar á. Íslenska þensluhagkerfið er ekki hægt að hemja með stýrivöxtum. Það hafði einn vinnufélagi minn á orði hér um daginn að erfitt væri að hemja eftirspurn eftir lánsfé með okurvöxtum, landinn væri svo framkvæmdaglaður. Hann taldi það vera verðbólguhvetjandi því að ef landinn lendir í vandræðum með afborganir þá væri bara unnið meira.
Ég vildi leiðrétta hann aðeins með þetta. Verðbólgan á sér ekki stað í þessu tilfelli. Ég vænti þess að við aukavinnuna verði til einhver verðmæti sem einhver keypti. Verðbólgan á sér stað þegar einstaklingur fær meiri pening en það verða ekki til nein umframverðmæti við launahækkunina. Einhverjir myndu spyrja hvort launahækkanir ættu því aldrei rétt á sér en jú, ef starfsmaður nær færni og eykur afköst sín eða gæði starfsins með tíma er sjálfsagt að hann hækki í launum. Ég vona að flestir séu þess eðlis að reyna að gera betur með tímanum og því sé eðlilegt að fólk hækki í launum umfram verðbólgu.
Nei, háu stýrivextirnir gera ekkert annað í íslensku hagkerfi en að auka lánsfjármagn með tilkomu Jöklabréfa og spákaupmennsku með myntina.
Seðlabanki Evrópu hækkar vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.