Hafnið fjölmiðlunum sem sýna svona

Það er rétt leiðin til að stýra hvað er sýnt og hvað ekki.  Ef fólki finnst fyrirfram að eitthvað efni eigi ekki erindi við almenning en fjölmiðill birtir það engu að síður, kjósið þá með veskinu og hunsið þann fjölmiðil.

Það er of seint fyrir þann sem fyrir skaðanum verður, en skv. Darwin þá lærist þetta fyrir rest.

Svo er allt annað mál að mannskepnan er ekki búin að læra þetta ennþá.  Svo virðist sem meirihluti tegundarinnar er með ólæknandi gægjuþörf  sem getur af sér skrýmsli eins og Paris Hilton og stórslysamyndir.  Ég treysti mér ekki einu sinni sjálfur til að segja að ég myndi ekki horfa á Skjá Einn í viku ef þeir myndu sýna þessa heimlidarmynd.

Heyrðu! þegar ég fer að hugsa um það þá horfi ég bara ekki á Skjá Einn.  Eða sjónvarp yfirleitt!

Þar dó sú hugmynd. 


mbl.is Synir Díönu prinsessu vonsviknir út í Channel 4
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband