Hvað gerðist hér eiginlega?

Ég vil nánast flokka þessa frétt sem ekki-frétt.

Hér vantar með öllu ástæður sýknudóms.  Ég hef skrifað um meðferð kynferðisbrota á þann veg að dómskerfið bregðist fórnarlömbum.  Það einfaldlega hlýtur að vera tilfellið hér.  Eftir skýrslutökur, rannsókn og meðferð saksóknara þá er lagt upp í dómsmál.  Var það svo illa undirbúið að dómari bara sá ekki málið?  Var framburður vitnis óstöðugur? Vantaði sönnunargögn eins og í svo mörgum málum í þessum málaflokki? Hvar vantaði upp á vandvirkni?

VIÐBÓT:

Svo virðist sem ég hafi lesið einhverja styttri útgáfu af fréttinni.  Hún var 4 línur og gaf ekki neitt til kynna hvernig málum var háttað. 


mbl.is Fjórir piltar sýknaðir af ákæru fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Lastu ekki fréttina maður??  Þetta er allt rakið vel og vandlega.

Einar Þór Strand, 5.6.2007 kl. 16:32

2 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Það sem ég las voru bara 4 línur.  Síðan þá hefur fréttinni verið breytt.

Árni Steingrímur Sigurðsson, 5.6.2007 kl. 16:52

3 identicon

Kannski var henni ekki nauðgað? Alveg óþolandi hvernig stór meirihluti þjóðarinnar reikni alltaf með sekt í þessum málum. Aumingja strákarnir ef þeir eru saklausir, þó þeir hafi verið sýknaðir þá er þetta stimpill sem þeir munu aldrei losna við. 

Geiri (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 17:51

4 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Miðað við gang málaflokksins þá læt ég fórnarlambið njóta vafans.  Já ég gerði ráð fyrir sekt.

Árni Steingrímur Sigurðsson, 5.6.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband