Átök kvöldsins

Ég bið fyrirfram afsökunar á að nota íslensk heiti yfir leikjahugtök. Þetta kemur til með að hljóma kjánalega á hvorn vegin sem er til að byrja með.

Átök kvöldsins er Gruul the Dragonkiller. Epic náði að fella hann í síðustu viku og á að endurtaka leikinn í kvöld. Reyndar er Gruul ekki svo skelfilega erfiður, það er High King Maulgar sem hefur staðið í fólki. Ég er Tank á Krosh Firehand, í þeirri einkennilegu aðstöðu að þurfa að grípa og halda óvini í stað venjubundins verkefnis að lauma inn skotum án þess að vekja sérstaka eftirtekt óvinarins. Aðalástæður þessa umsnúna hlutverks er að Krosh skýtur óvenjulega öflugum eldkúlum og ekki hægt að verjast með öðru en að stela skildi hans þegar hann reisir hann í miðjum bardaganum. Eina tegund spilara sem getur þetta yfirleitt er Mage. Það er svolítið sérstætt að hafa einn lækni og annan til vara, venjulega má mage þakka fyrir að þurfa ekki að nota sárabindi og flöskur til lækninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband