Bjóst satt best að segja við öðru

Ég bjóst við því að kjósendur Samfylkingar myndu ekki kunna forystunni þökk fyrir að leyfa Sjálfstæðisflokknum að halda völdum.  Kannski eru Samfylkingarkjósendur á bleiku skýi þessa dagana, haldandi það að Samfylkingin sé í leiðandi hlutverki.  Eins og ég bloggaði um Össur þá virðist vera sem Samfylkingarskútan væri hægrisinnaðri en við fyrstu sýn virtist þá verður athyglivert að fylgjast með þessari þróun.  Það er bara allt annað hljóð í leiðtogunum heldur en í stjórnarandstöðu.  Meira að segja ISG-óþolið í mér hvarf.  Það er eins og kvart-og-kvabb tóninn hafi bara horfið með öllu úr henni og þá er hún bara merkilega þolanleg.  Af stjórnarandstöðuleiðtogunum þá kemur Guðjón Arnar best út. Hann er ekkert að væla yfir þessu.  Það er hins vegar alvarlegur holur tónn í greyinu honum Guðna.  Það er ekki eins og hann hafi að vera að starfa með helmingnum af ríkisstjórninni í sátt og samlyndi fyrir viku síðan.  Nei, nú er allt handónýtt sem ríkisstjórnin gerir.  Hvenær fer þetta fólk að átta sig á því að sumir okkar sjá í gegn um Súfismann?  Hvenær fáum við að sjá stjórnarandstöðuleiðtoga sem þora að vera SAMMÁLA ríkisstjórn af og til?

Ég held nefnilega að Al Gore hafi rétt fyrir sér.  Skoðanir og framkvæmdir stjórnmálamanna skipta engu máli.  Það er mikilvægast í stjórnmálum að halda völdum og þú heldur völdum með því að sannfæra meirihlutann um að þú sért með gott mojo.  Þetta með meirihlutann.  Þekkir þú meðalgreint fólk?  Mundu það að hinn helmingurinn er samkvæmt skilgreiningu heimskari en það.  Við erum í vondum málum.


mbl.is Ríkisstjórnarflokkar bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband