Færsluflokkur: Sjónvarp
1.6.2007 | 09:52
Stefnt til BNA
Málefni fjármála flokkanna virðist ætla að stefna í ameríska farveginn. Þar á bæ snýst allt um það að afla fjármagns til auglýsinga þannig að hægt sé að selja almenningi hugmyndir stjórnmálaskoðana frambjóðandans. Ég las alveg skelfilegan útdrátt úr bók Al Gore, The Assault on Reason, skelfilegan að því leytinu að þar endurspeglaðist að Súfisminn er að sigra í heiminum í dag. Fólk hugsar ekki og lætur sjónvarpið um að fóðra sig á hvað það eigi að borða, klæðast, gera, hugsa. Ég býst við því að MMORP spilarar séu líflegri heldur en aðrir í nútímaþjóðfélagi. Þeir eru hið minnsta að taka virkan þátt í skemmtun sinni. Flestir aðrir eru að láta imbann fóðra sig 4 tíma á dag.
Hverjir auglýstu mest? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)