"Svokallað"

Oft þegar þessu orði bregður fyrir í fréttum finn ég til reiði í garð ummælandans.  Oftast er verið að tala niður til fólks.  Oft má í raun setja í stað orðsins eftirfarandi setningu: "Þú telur þig ef til vill vita hvað ég er að tala um en ég er hér með að minna þig á að ég er sérfræðingurinn og þú ert fáráðlingurinn og passaðu þig á þessu orði.  Ég nefnilega kalla þennan hlut þessu nafni og veit hvað það þýðir en þú ekki."  Ef þú myndir ekki kalla fyrirbærið því nafni, hvað myndir þú svokalla það þá?

Hér á þetta hins vegar vel við.  Nafnið sem valið er fyrir fyrirbærið á ekki við.  Hægt er að tala um "Svokallaða umhverfisstefnu stjórnvalda" til að gera lítið úr henni, segja í raun að hún sé ekki neitt neitt.  Hvernig í ósköpunum getur sæmd fylgt morði barna sinna? 


mbl.is Segja að sæmdarglæpum fari fjölgandi í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband